sunnudagur, maí 01, 2005

Barnalán

Jájá þá er systir mín búin að eignast þriðja barnið sitt!! Stúlka fæddist á föstudaginn. Var soldið mikið að flýta sér í heiminn og vakti hálfan staðinn til að láta vita að hún væri að koma. Svo mikill var asinn að pabbinn komst ekki til að vera viðstaddur, hann keyrði ekki nógu hratt!! Svo fórum við stórfjölskyldan í gær að kíkja á snæðuna. Bræðurnir voru nett hissa að sjá hana. "Hann er rauður!!" sagði sá eldri, en sá yngri hafði bara augastað á einhverjum bangsa sem sat á borði frammi á gangi....soldið ungur til að skilja sá. En hún var alveg pínu lítil og rosa sæt litla döman, það verður nú ekki annað sagt:)
Til hamingju með það elsku systir og Pétur:)

miðvikudagur, apríl 27, 2005

::::HHHHEEEELLLLPPPP:::

OK er EINHVER þarna úti svo heppinn og æðislegur að hann/hún eigi tölvu, er með netið, Windows media player OOOOOOOOOOOOOOOOOOOG skrifara???????!!!!!! Ef svo er PLÍÍÍÍS, I BEG YOU, að láta mig vita:):):)

EN ég er orðin hálffimmtug!!! Hroðalegt alveg!! Fór í sveitina á afmælisdaginn! Fór á sjóinn og veiddi Grásleppu! Var boðið í rosa rómantískan kvöldverð;) Átti alveg yndislegan dag og helgi bara alla saman! Bara gaman að því:)
Læf is vonderfúl;)

bæ í bili

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.

Some day we´re gonna get so hiiiiiiiiiiigh...

Það er alveg ótrúlega leiðinleg tónlist í tækinu aaaaaakkkúrat núna!!! Pottþétt 12 var það skásta sem ég fann hérna á heimilinu!! Þvílíkt hallæri...fyrir utan *uuuuuppáhalds* lagið mitt EVER. Mannstu Brynja: "Save tonight, fight the brake of dawn, coooome tomorrow....lalalalaaaa" ...and so on....

En ég var allavega að breyta aðeins um útlit hérna hjá mér. Orðin sooooldið leið á þessu gamla lúkki.. kann svosem ekki mikið á þetta nýja....**flaaaamin´ gay** litir hérna hjá mér og fínerí...en það hlýtur að lagast..

Annars er nú það nýjasta hér á bæ að það er enn einn "íbúinn" fluttur hér inn. Jújú ung og heldur vitlaus döma... gerir fátt annað en ráðast á buxnaskálmarnar hjá manni og pissa á gólfið og sofa.... en bara gaman að því!!

En annars missti ég af söngvarakeppninni góðu síðustu helgi!!!:( Var að vinna eins og auli! En það er allt í lagi...það kemur ár eftir þetta.... og kannski vinnur Sigrún næst:):) Hún virðist allavega vera að mjaka sér leið upp á toppinn kellan sú arna:)
En helgin fór nú samt ekki til spillis fyrir því!! Ónei! Ég gerði mér sko lítið fyrir og fór í smá *road trip* leeeeengst útí sveit!!! (svona á milli þess sem ég var að vinna) Jájá ég og Golf skondruðumst leið sem hvorugt okkar hefur farið (allavega ekki saman...aldrei að vita hvað hann hefur gert í fyrri samböndum, huh!!)
Stoppuðum meira að segja á bensínstöð til að sjá á landakorti hvert í and..... við værum að fara! Jújú *heimsendi 3* var áfangastaðurinn, yfir fjöll (og undir) og fyrnindi. Afdalaleið helv.... en hvað gerir maður ekki fyrir *ástina*....
Hittum frábært fólk og fengum konunglegar móttökur!! Gaman að því! Og við Golf vorum sko sammála því að við getum ekki beðið þess að fara þangað aftur:):):)

En núna ætla ég að fara að hjálpa henni Unnslu minni að koma einhverjum skáp saman...

síjú oll leiter:)

fimmtudagur, mars 24, 2005

LUCKY day...

Mmmm-mmmm-mmmmmm dajöfull er gott að sofa út!! Lúxus sem ég hef ekki notið í maaaarga daga, en lét verða af því í dag, og sé ekkert eftir því!! Er nú satt best að segja hálffegin að gærdagurinn er búinn...já hann var nú bara ekkert að gera sig...allavega ekki í kringum mig.. ég tók nefninlega rútuna hingað austur á Eyrina og þegar við vorum rétt komin framhjá Varmahlíð kemur maður fremst og segir "Bílstjóri, það er eitthvað að stráknum aftast!" Og bílstjórinn stoppar rútuna og fer afturí, og neinei er ekki þá bara meðvitundalaus drengur á gólfinu aftast!!! Og það eina sem ég hugsaði var: "Guð! Ekki drepast, ekki drepast!!!" En loksins eftir korter af panikk og getgátum lifnaði drengurinn loksins við og við héldum ferðinni áfram!! SVO komum við hingað norður og ég brunaði í vinnuna og eldaði dýrindis máltíð fyrir gamla fólkið. Og þegar maturinn byrjaði og ég var í mínum mestu makindum að vaska upp og gera fínt inní eldhúsi, heyrðist mér ég heyra dink frammi. Og eftir nokkrar sekúntur kom ein hjúkka og greip handklæði "til að þurrka upp blóð!!!!" Mér stóð nú ekki á sama og kíkti framm og þá hafði einn maður bara *blúbbs* dottið á andlitið bara sí sona, og fossblæddi og læti!! Ég var alveg viss um að það fylgdi mér einhver bölvun og þegar ég kom heim henti ég sambýlingunum mínum út til að ekkert kæmi fyrir þær. Og þær brunuðu bara vestur á leið og skildu mig aleina eftir.....með kettinum...múhaha!

En þannig fór það nú, og allir lifðu happily ever after:):)

mánudagur, febrúar 21, 2005

Elskulegu samleigjendur mínir.....

Sko þetta er nú bara ekki hægt!!!! Það er klikkað veður úti (í góðri merkingu sko) sól og blíða og vor í lofti eftir kaldann og langann vetur, og þá langar manni nú bara ekkert að hanga inni en langar út. Og það er einmitt það sem ég var að stinga uppá við þessa elskulegu samleigjendur mína, EEEEENNNN NNNNEEEEEIIIIII, önnur er að fara að læra, eins og það er nú skemmtilegt, og hin er ennþá í rúminu!!!!! Þessi þriðja er svo í vinnunni, eins og það sé eitthvað mikilvægt!!!!! Fussusvei!! Og ekki nóg með það að þær séu hundleiðinlegar í góðu veðri, heldur geta þær ekki hætt að labba á hilluna hans afa míns heitins, sem hangir bara í sínum mestu makindum uppá vegg og angrar engann!! (Hillan sko, ekki afi minn...) Neinei bara rústað öllu sem maður á!!! Nýja sambúenda takk!!! Býður sig einhver fram??????

fimmtudagur, janúar 13, 2005

tvöþúsundogfokkingfimm

Gleðilegt árið!!
Langt síðan síðast!!
Er það verra??
Verður maður aldrei leiður??
Of mikið af því góða..
One might wonder..

Enívei, þá er komið árið 2005. Bara rétt sí svona. Og ragasalega leggst það vel í mig:-) Só far só fokking gúúúd man!!
Jólin voru nú líka sérdeilis prýðileg í faðmi fjölskyldunnar! Annað eins letilíf hef ég nú bara ekki upplifað!! Það var varla að maður dró andann inn á milli nammiáts:-) Áramótin voru líka svona dúndurgóð. Ég veit eiginlega ekki hvernig þetta endar, áramótin verða alltaf betri og betri og betri og betri.. með hverju árinu! Hlakka til áramótanna 2015 múhahahaha.. hvar ætli maður verði þá...?

Eyrinn tók vel á móti manni og virtist ekkert vera leið yfir að hafa verið skilin eftir í heilan mánuð!! Hugrökk elskan sú arna...
Nýr sambýlingur og fleiri spennandi hlutir að gerast þessa dagana..
Síðasta helgi var sko tekin með trompi!!! Byrjaði eiginlega á fimmtudaginn þegar við fjórar fræknar ákváðum að fara á Alí og fá okkur EINN bjór og spila pool....já já ég held það hafi runnið af okkur á sunnudaginn...ef það er þá runnið af sumum...hehehe
Ég fékk líka heimsókn úr sveitinni sem ætlaði BARA að stoppa í eina nótt....sem urðu þrjár:):):) Ekki verra það!! Sem sagt sukk og svínarí alla helgina! Það má! Stundum!

En nú er alvara lífssins tekin við! S.s. Á-tak! Jahá eftir að hafa ekki hreyft á mér reeeeeesssgatið síðan í ágúst (og lifað þessu líka svaðalega letilífi síðustu vikur) þá vaknaði mín svona líka eldspræk klukkan 7 á mánudagsmorguninn og skellti sér í sundtíma, og LABBAÐI í sund (fyrir ykkur sem ekki vita þá bý ég neðst í STÓÓÓRU brekkunni) oooooooog tvisvar í skólann þann sama dag!!! Ég gæti gubbað ég var svo dugleg!!!
Kílóin raaaðast á mig....
Jæja best að fara að sofa og undirbúa mig fyrir annir morgundagsins!

Luv ya!!

mánudagur, desember 13, 2004

:::::MONT::::::

Sko ég verð nú bara aðeins að monta mig!!
Ég var að skoða einkunnirnar mínar og ég fékk 9 í ÖLLU!!!!!!
Það hefur aldrei gerst áður!! Plús það þá var ég með 98% mætingu í enda annarinnar!!!
Og geri aðrir betur.....þetta er allavega langbesti námsárangur hjá yours truly forever!!
Og annað fagnaðarefni (maður leitar að þeim þessa dagana...) Hann karl faðir minn er búinn að lofa mér að gefa mér snjóbretti í jólagjöf!!! Mikið var, segi ég nú bara, þetta er búið að kosta mig 3 ára væl:):)

Læf gós on!!